Aðalfundur Veiðifélags Kjósarhrepps
23.05.2013
Deila frétt:
Aðalfundur Veiðifélags Kjósarhrepps var haldinn 16. maí sl. Um venjuleg aðafundarstörf var að ræða.
Stjórn næsta árs skipa þeir: Ólafur Þór Ólafsson formaður, Hreiðar Grímsson ritari, Sigurþór Gíslason gjaldkeri, Guðmundur Magnússon og Óðinn Elísson meðstjórnendur. Eins og sjá má er greinilega engin jafnréttisstefna hjá þessu félagi, engin kona í stjórn.
Ársreikningur félagsins fyrir árið 2012 voru lagðir fram og samþykktir, en tekjur ársins voru kr.51.717.323.- og gjöldin kr 52.058.259.- Eignir félagsins samkvæmt ársreikningi kr.79.133.328.-
Töluverðar voru áhyggjur fundarmanna vegna vatnsleysis í Laxánni undanfarin ár en horfðu samt vongóðir til mikilla snjóalaga í Eyjadal, Flekkudal og Eilífsdal -aukið vatn í ánni í sumar.