Aðalmálið að eiga nóg af frjósömu landi
10.05.2008
Deila frétt:
Mbl frétt
Bændahjónin á Neðri-Hálsi í Kjós framleiða lífræna jógúrt og mjólk. Elva Björk Sverrisdóttir hitti þau og ræddi við þau um þessa tegund landbúnaðar sem nýtur aukinna vinsælda hjá neytendum
Þegar ég var unglingur að alast hér upp fannst mér þetta dálítið „ódýrt“, að bera tilbúinn áburð á túnin, og velti því fyrir mér hvort það gæti gengið upp. Svo fór ég að forvitnast og heyra um lífræna ræktun,“ segir Kristján Oddsson, bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós. Þar hafa hann og kona hans, Dóra Ruf, í mörg ár rekið lífrænt bú, en Kristján er fæddur og uppalinn á Neðra-Hálsi.
Til að byrja með ræktuðu hjónin lífrænt grænmeti en hafa í seinni tíð snúið sér eingöngu að lífrænum kúabúskap. Í dag eru 39 mjólkandi kýr á Neðra-Hálsi, sem eru eingöngu grasfóðraðar og því snerta hækkanir á áburði og korni ekki búskapinn þar.