Aðalskipulag Kjósarhrepps 2005-2017 samþykkt
13.04.2007
Deila frétt:
Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkti á 12. fundi sínum í gær Aðalskipulag fyrir Kjósarhrepp. Skipulagstillagan hefur verið í vinnslu mörg undanliðin ár og er það ferli nú á enda runnið. Næsta skref er að senda skipulagið til Skipulagsstofnunar til yfirferðar sem síðan gerir tillögu til Umhverfisráðherra um staðfestingu þess.
Jafnframt var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir frístundasvæði á landi Eyrar.