Fara í efni

Aðalskipulag Kjósarhrepps staðfest

Deila frétt:

Þórunn Sveinbjarnadóttir umhverfisráðherra
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur staðfest Aðalskipulag Kjósarhrepps 2005-2017. Með staðfestingu skipulagsins er lokinn ferill sem staðið hefur um margra ára skeið. Það var fyrirtækið Landlínur í Borgarnesi sem vann verkið í samvinnu við íbúa Kjósarhrepps. Lögum samkvæmt hefur fjöldi aðila veitt umsagnir, álit og gert athugasendir. Enn stendur yfir fornleifaskráning í hreppnum en hún er hluti af skipulaginu. Til að Aðalskipulagið fengi brautargeng varð að breyta Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins. Með skipulaginu, sem hefur reglugerðarígildi er mörkuð skýr stefna hvernig landnotkun og uppbygging verður háttað á næstu árum í Kjósarhreppi