Fara í efni

Aðdráttartíminn stendur sem hæst

Deila frétt:

Kristinn Sigfússon í Norðurkoti
Á haustdögum er hefð fyrir því að landsmenn dragi sér björg í bú fyrir veturinn. Þrátt fyrir breyttar neysluvenjur er þessi hefð, djúpt greipt í undirmeðvitund landsmanna. Sú venja að fylla frystikistur á haustin, taka slátur, kaupa lambsskrokk, nautakjöt o.s.frv. lifir enn góðu lífi. Bændur öðlast ekki öryggiskennd fyrr en heyforði er orðin nægur fyrir veturinn.

Kristinn Sigfússon í Norðurkoti á Kjalarnesi setur niður kartöflur á hverju vori til heimilisþarfa. Á dögunum heimsótti tíðindamaður kjos.is Kristinn. Var hann þá að taka upp úr garðinum og verka uppskeruna.