Fara í efni

Aðfangamarkaður jóla verður í Félagsgarði

Deila frétt:

Aðfangamarkaður jóla verður í Félagsgarði laugardaginn 5. desember. Áhersla er lögð á að sem flestir heimamenn verði með vörur sínar á boðstólum. Nái þeir ekki að fylla það svæði sem til ráðstöfunar er gefst öðrum kost á söluborði. Þeir sem hug hafa á að taka þátt eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Sigurbjörn í síma 5667100 eða, sem er betra, að senda póst á kjos@kjos.is  fyrir 10. nóvember. Mikilvægt er að það komi fram hvaða vöru hver er með. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hverjir komast að og þeim tilkynnt um það. Markaðurinn verður opin frá kl.12:00 -17:00 og verður húsið opnað kl.10:30 til undirbúnings. Kvenfélag Kjósarhrepps verður með veitingasölu til fjáröflunar.

Nánari fréttir af aðfangamarkaðinum verða birtar hér á vefnum þegar tilefni verður til.