Fara í efni

Aðfangamarkaðurinn á laugardaginn frá 12-17

Deila frétt:

Ótrúlega margir Kjósverjar verða með framleiðsluvörur sínar á boðstólum á aðfangamarkaði jóla sem haldinn verður í Félagsgarði í Kjós, laugardaginn 5. desember frá 12-17. Allir eru boðnir velkomnir að heimsækja Kjósina þennan frábæra dag. Hægt er að ná sér í jólatré  inn í Hvalfjörð og koma svo í Félagsgarð og fá sér heitt kaffi eða kakó með rjóma og ganga að borði hlöðnu veitingum.

Þá verða heimamenn og nokkrir aðkomumenn með mikið úrval að hverskonar vörum sem koma sér vel fyrir jólin. Víst er að þeir sem koma í Félagsgarð geta átt náðuga aðventu í vændum, því þeir þurfa þá ekki að fara búð úr búð til að leita að aðföngum fyrir jólin. Þeir geta þá líka verið vissir um að innkaup þeirra brenni ekki upp dýrmætum erlendum gjaldeyri, heldur frekar að efla innlenda atvinnusköpun.

 

Hér fyrir neðan undir „meira“ er hægt að sjá hverjir verða með hvaða vörur  í boði.