Fara í efni

Aðventukvöld í Reynivallakirkju - sunnudag kl. 20:30

Deila frétt:

 

 

Aðventukvöld verður haldið í Reynivallakirkju fyrsta sunnudag í aðventu sem er næstkomandi sunnudagur 29. nóvember, kl. 20:30.

 

Sr. Árni Svanur og Páll organisti þjóna.

Ungt tónlistarfólk mun flytja tónlist í anda aðventunnar og kirkjukór Reynivallakirkju mun leiða almennan safnaðarsöng.

 

Jólin og aðventan leiða í ljós skyldleikann milli fólks og minna okkur á að við erum eitt. Við erum ein fjölskylda þótt við séum ólík. Og það er gott.

 

Guð gefi þér góða aðventu og gleðileg jól.

 

Sr. Árni Svanur Daníelsson,

settur sóknarprestur í Reynivallaprestakalli.