Fara í efni

Aðventukvöld í Reynivallasókn

Deila frétt:

Páll,Bergþóra,Ólöf og Sr.Gunnar
Sóknarnefnd Reynivallakirkju ásamt sóknarprestinum Sr. Gunnari Kristjánssyni gengust fyrir aðventukvöldi í Félagsgarði 2. desember.

Sr. Gunnar flutti hugvekju út frá þekktum listaverkum þar sem jólaguðspjallið er túlkað. Ólöf Arnalds flutti nokkur lög og Bergþóra Andrésdóttir las jólasögu.

Organisti Reynivallakirkju, Páll Helgason stjórnaði fjöldasöng og að lokun aðstoðuðu sóknarbörn frú Önnu Höskuldsdóttir á Reynivöllum að bera fram alvöru súkkulaði  með rjóma ásamt smákökum.