Fara í efni

Aðventumarkaður 2025 í Kjós

Deila frétt:

Hinn árlegi aðventumarkaður verður haldinn í Félagsgarði laugardaginn 6. desember 2025 á milli 12 og 16. Að venju verður mikið úrval af kræsingum og handverki.  Má þar nefna sem dæmi, tví taðreykt hangikjöt, nautakjöt, sörur, humarsúpu, kransa og fleira fallegt handverk.  Kvenfélag Kjósarhrepps sér um kaffiveitingar (kaffihlaðborð) og rennur allur ágóði til góðar mála.

Hinn árlegi jólaskógur  verðurað Fossá sama dag, svo það er um að gera að ná sér í jólatré í leiðinni.

Verið velkomin í Kjósina á aðventunni,  Fjölskyldu- og menningarnefnd Kjósarhrepps.