Fara í efni

Aðventumarkaður í Kjós

Deila frétt:

Hinn árlegi aðventumarkaður verður haldinn í Félagsgarði laugardaginn 9. desember kl. 12-16. Tví-taðreykt hangikjöt, nautakjöt, sultur, handlitað garn, fatnaður fallegt handverk og fleira. Kvenfélag Kjósarhrepps sér um kaffiveitingar og rennur allur ágóði til góðra mála.

Hinn árlegi jólaskógur verður að Fossá, svo það er um að gera að ná sér í jóltré í leiðinni.

Verið velkomin í Kjósina á aðventunni.

Fjölskyldu- og menningarnefnd.