Fara í efni

Aðventumarkaðurinn í Kjós

Deila frétt:

Laugardaginn 1. desember verður hinn árlegi aðfangamarkaður  jóla í Félagsgarði og er opinn frá kl 13-17. Á boðstólum verða ýmisskonar handverk og matvæli, beint frá býli.

 

Þeir sem verða með að þessu sinni eru: Sogn með nautakjötið, Matarbúrið með sultur og fl, Kiðafell með tvíreykta hangikjötið, Lína með hangikjötið af veturgömlu, Hjalli með lambakjöt, Dalsgarður með blóm og margir fleiri sem eru með ýmis konar handverk

 

Hægt er að byrja daginn snemma á því að ná sér í jólatré á skógræktarsvæðinu við Fossá, koma síðan við í Félagsgarði og fá sér heitt súkkulaði og heimabakað hjá kvenfélaginu auk þess að skoða þær framleiðsluvörur og handverk sem þar verður á boðstólum.