Af Bjargtöngum á Halfjarðareyri
Vitinn á Hvalfjarðareyri,skráður ranglega sem vitinn á Hvaleyri hjá Siglingarmálastofnun, var reistur þar árið 1948. Eldri menn minnast þess að vitinn hafi staðið utar, á grasbakka sem þá var. Eftir að uppdæling malarefna hófst við eyrina uppúr 1960 fór landið að brotna niður sem endaði með því að verja þurfti hann með grjóti. Fyrst í stað var grjótvörnin umlukin fjöruborðinu, en er nú eftir að landið hefur enn rýrnað, sem grjóthaugur umhverfis vitann.
Vitinn er í raun svokallað ljóshús sambærilegt og ljóshús sem er ofaná steyptum vitum. Það er áttstrent norskt mannvirki úr steypujárni á steyptum sökkli. Miðaldra fólk minnist þess, að þegar það voru börn, gerðu þau sér að leik að ganga á mjóum sökklinum og var keppikeflið að komast hringinn um vitann án þess að detta af sökklinum Var þá erfiðast að komast fyrir hornin átta. Ljóshúsið var upphaflega reist á Bjarntöngum 1913 en flutt í Hvalfjarðareyri eftir stríð. Samskonar ljóshús er ofaná Straumnesvita í Sléttuhlíð en það var upphaflega reist á Kálfhamarsnesi á Skaga 1913 Þá er Hólmavíkurviti sömu gerðar.