Af vef Orkustofnunar
23.03.2009
Deila frétt:
Orkustofnun veitir leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum í Hvalfirði, við Brekkuboða, Laufagrunn og Kiðafell. (23.03.2009)
Orkustofnun veitti Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum í Hvalfirði þann 16. mars 2009. Um er að ræða efnistökusvæði allnokkru austnorðaustan við Brekkuboða, vestan og suðvestan við Laufagrunn og út af Kiðafelli í Kjós.
Orkustofnun hefur eftirlit með framkvæmd leyfisins og skal Björgun ehf. senda Orkustofnun yfirlit í lok hvers mánaðar yfir magn efnis sem dælt hefur verið upp af hafsbotni í Hvalfirði.