Fara í efni

Afleitur vegur um Kjósarskarð

Deila frétt:

Enn ríkir óvissa um hvort samgönguráðherra heimilar að ráðist verði í endurgerð vegarins um Kjósarskarð. Ástand vegarins er með öllu óviðunandi og segja heimamenn að hann hafi farið mjög illa þegar umferð var beint inn á hann þegar Kjalarnes lokaðist vegna umferðarslyss fyrir nokkru en vegurinn er varaleið þegar Kjalarnes lokast vegna umferðaslysa og óveðra. Þá er vegurinn notaður fyrir þungaflutninga sem þurfa að fara fyrir Hvalfjörð vegna þungatakmarka á brúnni á Laxá í Kjós. Það hefur lengi verið baráttumá hreppsnefndar Kjósarhrepps að fá veginn endurgerðan og var það verk komið á útboðsskrá þegar kreppan skall á, enda fjármagn tryggt í vegaáætlun. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri gat í síðustu viku ekki svarað því hvort framkvæmdin kæmist á. Jónas Snæbjörnsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar taldi þó í dag; að líkurnar væru meiri en minni að verkefninu yrði hleypt af stokkunum. Heimamenn setja nú allt sitt traust á Kristján Möller samgönguráðherra og telja að við hans skoðunar verði honum ljóst að endurgerðin verði ekki lengur sleginn á frest,