Ágætu íbúar Kjósarhrepps
Nokkrir viðburðir á vegum hreppsins næstu daga og um hátíðirnar.
Bókasafnið í Ásgarði verður opið næsta miðvikudagskvöld 19. des. frá kl 20-22. Bókverjan biður þá sem eru með bækur að skila þeim þetta kvöld, um leið og þeir ná sér í nýjar.
Árlega skötuveislan í boði Kjósarhrepps verður í Félagsgarði, sunnudaginn 23. desember kl 13. Þeir sem ætla að þyggja boðið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu hreppsins í s. 5667100 eða senda póst á oddviti@kjos.is í síðasta lagi fimmtudaginn 20. des.
Jólatrésskemmtun í samstarfi við Kvenfélag Kjósarhrepps verður föstudaginn 28. desember í Félagsgarði og hefst kl 16.
Þrettánabrenna verður síðan um helgina 5. eða 6. janúar 2013 og verður nánar auglýst á heimasíðunni þegar nær dregur.