Ágætu íbúar Kjósarhrepps
Til hamingju með nýja tilhögun í sorphirðumálum hér í Kjós. Þessi nýja tilhögun byggist á tveim ílátum undir sorp við hvert heimili, Blátunna og Grátunna.
Blátunnan í Kjósarhreppi er græn 240l og verður með bláu loki eftir næstu losun. Blátunnan er skilgreining á íláti undir pappírsúrgang frá heimilum. Þegar er verið að tala um pappír er átt við dagblöð, tímarit, auglýsingapóst og prentpappír. Einnig hreinar og tómar umbúðir úr sléttum pappa eins og fernur, morgunkornspakka, pakkningar utan af kexi og pasta, eggjabakkar, bylgjupappi og pitsukassar. Engir plastpokar mega fara í þessar tunnur.
Blátunnan gerir flokkun pappaefna þægilega þar sem ekki þarf lengur að safna inni á heimilinu stórum bunkum af pappír sem síðan þarf að fara með í grenndargám, núna fer pappírinn jöfnum höndum út í blátunnuna. Hirðing verður einu sinni í mánuði.
Grátunnan er skilgreining á grænu tunnunni sem hefur verið við hvert heimili sl. ár. Hún er áfram undir almennan úrgang frá heimilum annan en þann sem flokkast í Blátunnuna. Hirðing verður áfram á tveggja vikna fresti