Fara í efni

Ágætu sveitungar

Deila frétt:

Bókasafnið í Ásgarði verður opið næsta  miðvikudagskvöld, 13. nóvember,  frá kl 20-22. Sigurbjörg Ólafsdóttir Meðalfelli mun koma  og vera með kennslu í að hekla snjókorn. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að hafa með sér garn og heklunál.  Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni  og einhverjar nýjar bækur.

Næst verður opið bókasafn miðvikudagskvöldið 27. nóvember og verður þá boðað til opins íbúafundar, á fundinum verður farið yfir fjármál sveitarfélagsins fyrir árið 2013 og  kynnt fjárhagsáætlun fyrir árið 2014, farið yfir sorpmál og fl.

Aðventumarkaðurinn verður 7. desember og eru þeir sem ætla að selja eða kynna vöru sína á markaðnum vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu hreppsins s 5667100 eða á oddviti@kjos.is