Fara í efni

Áhættumiðaðar smitvarnir í hestamennsku

Deila frétt:


Matvælastofnun (MAST) hefur sent frá sér eftirfarandi leiðbeiningar varðandi smitvarnir í hestamennsku.


Til að efla forvarnir og beina þeim þangað sem þörfin er mest hefur Matvælastofnun metið hættuna á að ólíkir hópar hestamanna og annara ferðamanna beri áður óþekkta smitsjúkdóma í íslenska hrossastofninn.


Mest áhætta fylgir íslenskum atvinnumönnum í greininni sem starfa að einhverju leyti erlendis. Atvinnumenn búsettir erlendis sem hafa eða tengjast starfsemi hér á landi koma þar á eftir. Mestar líkur eru á að þessir hópar fólks umgangist hross hér á landi innan tveggja sólarhringa frá því þeir voru í umhverfi hrossa erlendis.


Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu og hrossaræktendur þurfa að sjá til þess að þeirra viðskiptavinir fái reglur um smitvarnir strax við bókun ferða og annara heimsókna. Það er of seint að ætla sér að ná til þeirra eftir að þeir eru lagðir af stað í ferðalagið.

 

Samstillt átak allra sem hafa atvinnu af hestum eða hestamennsku er nauðsynlegt til að standa vörð um heilbrigði íslenska hrossastofnsins.

 

Sjá nánari upplýsingar HÉR


Virðingarfyllst f.h. Matvælastofnunar

Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma