Fara í efni

Akstur í félagsmiðstöðina Flógyn

Deila frétt:

Akstur í félagsmiðstöðina Flógyn

Sveitarfélagið Kjósarhreppur ætlar á haustönn að bjóða uppá akstur í félagsmiðstöðina Flógyn 

ATH akstur í félagsmiðstöðina hefst mánudaginn 30. ágúst.

Öll börn í 5 – 10 bekk gefst kostur á að vera keyrð og sótt á mánudögum og fimmtudögum í félagsmiðstöðina Flógyn á Kjalarnesi.

Fyrirkomulagið er það sama og er í skólaakstrinum, sömu reglur, sami rúntur.
Öll börn eru fyrirfram skráð í aksturinn þennan dag og þurfa því að afpanta farið í félagsmiðstöðinna með því að senda sms á Hermann skólabílstjóra tímanlega eða láta hann vita í rútunni á leiðinni í eða úr skóla. 

Sé afboðun ekki send keyrir bíllinn heim til þín, reynum að koma í veg fyrir óþarfa akstur með því að muna eftir að láta vita.