Fara í efni

Álagning fasteignagjalda 2021

Deila frétt:

Álagningu fasteignagjalda Kjósarhrepps fyrir árið 2021 er lokið.  Merki Kjós

Álagningarseðla fasteigna er hægt að  nálgast rafrænt á mínum síðum á vef Kjósarhrepps kjos.ibuagatt.is eða á vefnum www.island.is.

Álagningar- og greiðsluseðlar verða ekki sendir út þetta árið, greiðsluseðla má nálgast inná kjos.ibuagatt.is. Þeir sem óska geta fengið álagningarseðil sendan í tölvupósti eða pósti og er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu Kjósarhrepps í síma 566 7100 eða senda tölvupóst á netfangið kjos@kjos.is.

Fasteignagjöld skiptast á fimm gjalddaga frá 1. mars til 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 30.000 er gjalddagi þeirra 1. mars.

Greiðslu má inna af hendi með greiðsluseðlum, í heimabanka og í bönkum. Jafnframt er hægt að greiða fasteignagjöldin með boðgreiðslum á greiðslukort. Nánari upplýsingar um skráningu á boðgreiðslum fer fram á skrifstofu Kjósarhrepps í síma 566 7100.

Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti                   

Lækkunin er reiknuð sjálfkrafa í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og Ríkisskattstjóra og stuðst við síðasta skattframtal tekjur 2019. Afslátturinn er færður til lækkunar á fasteignagjöldum á álagningarseðli.