Fara í efni

Álagningarseðlar fasteignargjalda væntanlegir

Deila frétt:

Á næstu dögum verður álagning fasteignargjalda send út til fasteignareigenda. Gjalddagar greiðslu eru þrír, nema heildargjöld nemi innan við 15.000 kr., þá er aðeins einn gjaldagi. Hreppsnefnd lækkaði álagningarhlutfall um 10% á almennar eignir og nemur álagningin nú 0.5% af fasteignamati.

Álagning er álögð samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem sveitarfélögum ber skylda til að leggja á allar fasteignir samkvæmt skrá Fasteignamats ríkisins 31.des 2006.

Nú fer álagning fram í gegnum Landsskrá fasteigna í fyrsta skipti. Unnið er við álagninguna yfir netið beint í skránna. Hús sem hafa náð fokheldisstigi 31.des 2006 ber að leggja á og allar lóðir sem stofnskjöl hafa verið gefin út fyrir eða skráðar sömuleiðis