Fara í efni

Álfar festir á mynd í Kjósinni með nýrri tækni

Deila frétt:

 

"Ég reyndi að taka söng þeirra upp á símann minn en myndin verður bara að nægja
Steingrímur Karlsson kvikmyndagerðarmaður í Lindabrekku í Kjós hefur gefið út all athyglisverða ljósmyndabók. Viðfangsefni Steingríms eru álfar í náttúru Íslands.

Birtar eru myndir úr álfabyggðum þar sem íbúarnir eru að fást við dagleg störf . Í myndatexta hverrar myndar koma fram ótrúlegar tilvitnanir íbúanna og lýsingar á staðháttum.