Allt á fullu í undirbúningi hitaveitunnar
Þessa dagana er Bragi, tæknifræðingur hjá Stoð, sem sér um hönnun á hitaveitukerfinu, og Sigríður Klara, framkvæmdastjóri Kjósarveitna, á ferðinni um Kjósina.
Verið er að heimsækja bændur og landeigendur til að fara yfir þær tillögur að lagnaleiðum sem komnar voru fram.
Þau byrjuðu á borholusvæðinu í morgun. Staðan tekin á rennslinu á vatninu, aðstæður til geymslu fyrir efni skoðað og farið yfir stöðuna á auðlindum Kjósverja.
Síðan var farið heim að Hrosshóli og umræða tekin við eldhúsborðið. Leiðin ligggur síðan eins og fyrirhugaðir verkáfangar - áfram niður að Meðalfellsvatni og niður að Hvalfirði, til að byrja með.
Bragi verður á ferðinni í dag, á morgun og á föstudag í þetta skipti, en nær eðlilega ekki að heimsækja alla í fyrstu ferðinni.
Sett verður inn frétt þegar næstu heimsóknir verða og til öryggis er hér mynd af bílnum hans Braga þannig að fólk viti hver er á ferðinni um sveitina.
![]() |
![]() |
||
![]() |
![]() |
||



