Fara í efni

Almenningssamgöngur í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Umhverfis og ferðamálanefnd Kjósarhrepps hefur lagt til við hreppsnefnd Kjósarhrepps að kannaður verði sá möguleiki að nýta ferðir skólabíla í þágu íbúa hreppsins, á þeim leiðum sem skólabörn fylla ekki öll sæti skólabílsins.

Komið hefur fram að bílarnir fara ófullnýttir að morgni skóladags að Klébergi og á sama tíma heldur fjöldi starfsmanna úr Kjósarhreppi til vinnu við skólann. Þá er jafnframt bent á að strætisvagnar halda áleiðis af Kjalarnesi til Reykjavíkur skömmu eftir að skólabílar úr Kjós koma að Klébergi og gætu þeir þannig nýst framhaldskólanemum og öðrum þeim íbúum Kjósarhrepps, sem erindi eiga, til að komast til Reykjavíkur.  

Markmið með tillögu þessari er m.a. að auka þjónustu, hagsæld og skapa ný tækifæri fyrir íbúa hreppsins en síðast en ekki síst að gera umhverfi íbúanna umhverfisvænna.