Almenningssamgöngur í tilraunaskyni
19.09.2007
Deila frétt:
Íbúum hreppsins gefst nú kostur á að nýta sér ferðir skólabílanna á leið þeirra með nemendur í Klébergsskóla. Þeir sem taka sér far að morgni komast í veg fyrir strætisvagn á leið til Reykjavíkur við Esjuskálann. Þá getur starfsfólk Klébergsskóla nýtt sér þennan ferðamöguleika. Uppá þetta er boðið í tilraunarskyni að tillögu Umhverfis-og ferðamálanefndar Ekki verður tekið gjald fyrir þessa þjónustu.