Fara í efni

Alvöru sveitamarkaður í Félagsgarði

Deila frétt:

Á alvöru sveitamarkaðinum í Félagsgarði á “Kátt í Kjósinni” verður lífleg boðsala. Gríðargóð þátttaka er og verður boðið fram úrval að vörum úr sveitinni ásamt vörum frá handverksfólki.

Fiskmeti kemur úr Þingvallavatni, nautakjöt frá Hálsi og Sogni, jafnframt rómaða kæfan, sultan sem rauk út í fyrra. Steinunn á Meðalfelli verður með eðal prjónavörur líkt og Ásta á Grínsstöðum með lopapeysurnar góðu. Stella í Káranesi verður með úrval af vönduðu handgerðu tækifæriskortunum og Solla á Hálsi með bútasaumsteppin. Stína í Blönduholti með leirmuni, Óli í Berjalandi með málverk. Þá verður Tína í Brekkukoti með vörur og Gunnhildur í Hvammsvík með vörur unnar úr roði. Sigurbjörn á Kiðafelli bíður vörur úr horni og beinum, Sigga og Sibba á Meðalfelli listmuni. Steinunn á Möðruvöllum verður með vörur jafnframt því að vera bankastjóri. Andrea á Leirárgörðum ætlar að koma á óvart með sínar vörur. Guðbjörg Jóna mætir með skinnin sín og Sigga á bakka með silki og ull. Kata á Kiðafelli og Unnur á Bollastöðum ætla að kynna nýja Kjósarkortið og svo verðu seldar bækur til styrktar Umhyggju eins og fram hefur komið hér á síðunni og er þá ekki allt upptalið.

Hægt verður að renna greiðslukorti hjá Steinunni til að fá út handbært fé.

 

Markaðurinn verður opnaður kl. 13 og stendur til 18:00