Fara í efni

Ályktun hreppsnefndarmanna Kjósarhrepps á fundi hreppsnefndar þann 29. maí 2014

Deila frétt:

Engir framboðslistar komu fram vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.  Kosningar verða því óbundnar þar sem allir kjörgengir íbúar í hreppnum eru í kjöri.

 

Hreppsnefnd harmar að við þessar aðstæður  skuli hafa verið sendur út leiðbeinandi listi, af óþekktum hópi án nokkura undirritaðara nafna, með nöfnum tiltekinna einstaklinga, án samþykkis þeirra, til setu í verðandi hreppsnefnd.  Hreppsnefnd  telur að um sé að ræða mjög óheppilegt framtak við þessar aðstæður og ekki síst að um nafnlaust dreifibréf er um að ræða.  Ýmsir liggja að ósekju undir grun um þennan verknað og skorar því hreppsnefnd á þann aðila sem ber ábyrgð á sendingunni að gefa sig fram þannig að aðrir séu hreinsaðir af grunsemdum sem ekki eiga við rök að styðjast 

 

Guðmundur Davíðsson

Guðný G Ívarsdóttir

Karl M. Kristjánsson

Sigurbjörn Hjaltason

Þórarinn Jónsson

 

Rebekka Kristjánsdóttir sem  er hreppsnefndarmaður og stödd er  erlendis  vill að nafni hennar sé líka getið  á þessum lista þó svo að hún hafi ekki setið fundinn og varamaður setið í hennar stað.

Rebekka harmar einnig að sendur hafi verið út listi þar sem nafn hennar er tilgreint án vitundar hennar eða vilja.