Andlát
16.02.2008
Deila frétt:
![]() |
| Helga og Ingólfur |
Helga Pálsdóttir frá Eyjum lést á Hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 15. febrúar 2008.
Helga fæddist í Þýskalandi 22. júní 1926. Hún bjó að Eyjum 1 í Kjós og síðar á Borgarhóli um hálfrar aldar skeið. Eiginmaður hennar var Ingólfur Guðnason bóndi í Eyjum sem lifir enn. Var þeim sjö barna auðið, eitt fórst ungt af slysförum og elsti sonur þeirra, Guðni er látin.
Hér neðan við má lesa viðtal við Helgu sem birtist í bókinni Ný framtíð í nýju landi" eftir Valgeir Sigurðsson, SKOÐA
Fyrir hönd Kjósverja er Ingólfi, eftirlifandi börnum og afkomendum þeirra hjóna, vottuð hjartlæg samúð við fráfall Helgu í Eyjum og henni þökkuð góð samferð.
Sigurbjörn Hjaltason, oddviti
