Andlát
08.05.2008
Deila frétt:
Guðrún Guðmundsdóttir fyrrum prestsfrú að Reynivöllum lést þann 2. maí sl. í Sunnuhlíð hjúkrunarheimili aldraðra Kópavogi. Guðrún fæddist í Reykjavík þann 23.desember 1916. Foreldrar hennar voru þau Guðmundur Guðmundsson sjómaður og Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja. Guðrún kvæntist séra Kristjáni Bjarnasyni þann 18.desember 1943. Þau bjuggu á Reynivöllum frá 1950 - 1975. Auk prestsstarfa Kristjáns voru þau með búrekstur til ársins 1970.
Þau hjón eignuðust 8 börn, þau eru: Áslaug, Bjarni, Karl Magnús, Halldór, Kristrún, Valdimar, Guðmundur og Sigurður sem er látinn.
Útför Guðrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 9.maí kl. 13.00.
Bílastæði Alþingis við Templarasund verða opin meðan á útför stendur.