Andlát
12.08.2008
Deila frétt:
![]() |
| Rósa Eiríksdóttir |
Rósa var fædd 19. janúar 1920, dóttir Eiríks Péturssonar bónda í Egilsseli í Fellum og Sigríðar Brynjólfsdóttur. Flyst hún að Miðdal ásamt dóttur sinni Huldu 1948 og giftist Davíð Guðmundsyni árið 1949 sem fyrir átti dótturina Fanneyju. Saman eignuðustu þau síðan sex börn; Kristínu, Guðbjörgu, Katrínu, Sigríði, Guðmundn og Eirík. Davíð og Rósa fluttust til Reykjavíkur árið 1987 er Guðmundur sonur þeirra hafði tekið við búi ásamt konu sinni Svanborgu. Bjuggu þau í Hæðargarði, þar sem Davíð býr enn. Vegna heilsuleysis hefur Rósa dvalið á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni frá ársbyrjun 2006 , þar sem hún lést.
Aðstandendum Rósu eru sendar hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar.
