Fara í efni

Appelsínugul viðvörun 10. desember

Deila frétt:

Veðurstofa Íslands hefur spáð fyrir um appelsínugula viðvörun fyrir þriðjudaginn 10. desember og er gert ráð fyrir norðan stormi eða roki sem flokkast sem appelsínugult ástand samkvæmt viðvörunarkerfi veðurstofunnar:

 10 des. kl. 16:00 – 11 des. kl. 07:00

Gengur í norðan storm eða rok, 20-28 m/s. Hvassast vestantil í borginni, á Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Samgöngutruflanir eru líklegar á meðan veðrið gengur yfir og truflanir á flugsamgöngum. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.