Ársreikningur 2017 - Kjósarveitur ehf
Ársreikningur Kjósarveitna ehf fyrir árið 2017 liggur nú fyrir endurskoðaður og undirritaður.
Hér er hann í heild sinni:
Ársreikningur Kjósarveitna ehf 2017
Þátttaka í hitaveitunni hefur farið fram úr björtustu vonum.
Lagt var upp með að meirihluta íbúðarhúsa og 60% sumarhúsa myndi tengjast. Í árslok höfðu 73% frístundahúsaeigenda fengið hitaveitulagnir upp að húsum sínum og 93% íbúðarhúsaeigenda.
Í dag eru 81% íbúðarhúsa byrjuð að nota heita vatnið og 39% frístundahúsa, eða um 46% allra notkunarstaða sem búið er að leggja að. Þetta hlutfall mætti vera hærra en nú er að koma kippur í tengingar með hækkandi sól.
Næsta vor verður farin lokaúttekt á framkvæmdasvæðinu eftir óvenju harðan vetur. Jarðvegur hefur víða látið á sjá, vegir og vegslóðar hafa lyfst óvenju mikið út af frosti og þar sem hitaveitulögnin haggast ekki þá myndast hvörf í vegum sem er óraunhæft að fara í lagfæringar á, fyrr en frost er alveg farið úr jörðu og yfirborðsvatn kemst niður.
Í júní verður haldið áfram með þær heimæðar sem eru komnar á biðlista. Þeir sem hafa hug á að tengjast þá en ekki sent inn umsókn eru hvattir til að drífa sig, umsóknareyðublaðið má finna inn á: http://kjos.is/umsoknareydublod/
Verktakar verða í framhaldinu kallaðir til þegar hagstæður fjöldi tenginga er kominn á biðlista hverju sinni, þannig að ómögulegt er að segja til hvenær þeir verða á ferðinni.
Með hlýjum kveðjum,
Sigríður Klara Árnadóttir, sigridur@kjos.is
Kjartan Ólafsson, kjartan@kjos.is
