Átthagafélag Kjósverja lagði eftir sig einstæð menningarverðmæti
23.03.2008
Deila frétt:
![]() |
| Loftur Guðmundsson frá Þúfukoti |
Félagið lognaðist útaf um 1970, en á 20 ára ferli sínum kom það ýmsu í verk sem vert er að gefa gaum. Félagið lét gera Kjósarmyndina 1952-3, gaf brjóstmynd eftir Einar Jónsson myndhöggvara, steypta í brons af Séra Halldóri á Reynivöllum, stóð fyrir örnefnaskráningu í Kjósarhreppi, gaf úr ritverk Séra Halldórs “Ljósmyndir” gaf plöntur og gróðursetti við Félagsgarð og víðar, gaf Reynivallakirkju nýja útihurð og síðast og ekki síst þá gaf félagið út bókina Kjósarmenn. Fundagerðabækur félagsins eru í vörslu Kjósarhrepps í Ásgarði og eru aðgengilegar áhugasömum.
