Fara í efni

Átthagafélag Kjósverja lagði eftir sig einstæð menningarverðmæti

Deila frétt:

Loftur Guðmundsson frá Þúfukoti
Átthagafélag Kjósverja var stofnað í Reykjavík 25. apríl 1950. Það voru brott fluttir kjósaringar sem höfðu starfað í U.m.f. Dreng á meðan þeir höfðu verið búsettir heima í Kjós. Um 90 manns sóttu stofnfundinn, en dæmi voru til þess að allt að 200 manns sótti fundi í félaginu, enda var ávalt vönduð skemmtiatriði á fundum þess. Fyrsti formaður félafsins var Loftur Guðmundsson rithöfundur frá Þúfukoti, þá Bjarni Bjarnason, Sigurbergur Elentínusson og Bjarni Bjarnason.

Félagið lognaðist útaf um 1970, en á 20 ára ferli sínum kom það ýmsu í verk sem vert er að gefa gaum. Félagið lét gera Kjósarmyndina 1952-3, gaf brjóstmynd eftir Einar Jónsson myndhöggvara, steypta í brons af Séra Halldóri á Reynivöllum, stóð fyrir örnefnaskráningu í Kjósarhreppi, gaf úr ritverk Séra Halldórs “Ljósmyndir” gaf plöntur og gróðursetti við Félagsgarð og víðar, gaf Reynivallakirkju nýja útihurð og síðast og ekki síst þá gaf félagið út bókina Kjósarmenn. Fundagerðabækur félagsins eru í vörslu Kjósarhrepps í Ásgarði og eru aðgengilegar áhugasömum.