Atvinna í Kjósinni í sumar.
Unglingavinna fyrir aldurshópinn 14-16 ára verður starfrækt í sumar með hefðbundnum hætti ef nægur áhugi er og starfsmaður ræðst til umsjónar með henni. Vinnan mun hefjast 13.júní og vera til 14. júlí, báðir dagar meðtaldir. Mánudaga-fimmtudaga frá kl 10-16.
Helstu verkefnin verða: gróðursetning, sláttur og hirðing, rusl tínt meðfram vegum og strandlengjum, málun og fl.
Áhugasömum er bent á að skila inn umsóknum í tölvupósti á netfangið, gudny@kjos.is fyrir 20. maí 2016.
Starfsmann vantar til að hafa umsjón með unglingavinnunni í sumar ásamt því að vera liðtækur í önnur tilfallandi verkefni. 80-100% vinna í ca 2 mánuði eða frá byrjun júní til júlíloka. Áhugasamir hafi samband við Guðnýju í s: 5667100 eða á netfangið gudny@kjos.is fyrir 20. maí 2016.