Fara í efni

Atvinnuátak Kjósarhrepps

Deila frétt:
Kjós
Kjós

Atvinnuátak Kjósarhrepps  

Kjósarhreppur verður með starfandi vinnuskóla í sumar fyrir nemendur á elsta stigi í grunnskóla annars vegar og sumarstarf fyrir ungmenni á aldrinum 17-20 ára hins vegar.

Verkefnið er hluti af atvinnuátaki hreppsins til að koma til móts við öll ungmenni sem leita eftir tímabundnustarfi í sumar.

Við leitum eftir samvinnu við bændur, atvinnurekendur og félög sumarhúsaeigenda til að útvega verkefni í samstarfi við hreppinn gegn vægu gjaldi.
Verkefnin geta verið klukkustundaverk, dagsverk eða jafnvel lengur. T.d. málun girðinga, sláttur, binda heyrúlluenda, girðingavinnu og snyrting trjáa.
Listinn er ekki tæmandi en eðli máls samkvæmt verða verkefnin að vera innan skynsamlegra marka.

Ef þið eruð með verkefni fyrir okkur, endilega hafið samband í gegnum tölvupóst vinnuskoli@kjos.is eða símleiðis s. 694-1809.