Auglýsing frá kjörstjórn Kjósarhrepps
Auglýsing frá kjörstjórn Kjósarhrepps,
vegna sveitarstjórnakosninga sem fram fara 29. maí 2010
Birt samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 frá 1998
Þegar sveitarstjórnarkosningar eiga að fara fram skulu öll framboð tilkynnt skriflega yfirkjörstjórn þeirri sem í hlut á eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann dag þegar þrjár vikur eru til kjördags.
Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir í kjöri eru. Frambjóðendur skulu vera að lámarki 5 og að hámarki 10.
Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra, sem á listanum eru, um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá 10 kjósendum í hlutaðeigandi sveitarfélagi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista við hverjar kosningar.
Framboðslistum skal skila til formanns kjörstjórnar, Gunnars Kristjánssonar á Reynivöllum, eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 8. maí 2010.
Kjörstjórn kemur saman í Ásgarði, samkvæmt lögum, sunnudaginn 9. maí kl. 9:00 f.h. ásamt umboðsmönnum framborinna lista til að kanna lögmæti þeirra.
Aðsetur kjörstjórnar verður í Ásgarði á kjördag
Fyrir hönd kjörstjórnar Kjósarhrepps,
Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum, Kjós,
276 Mosfellsbær.
Símar: 5667036/8614701