Auglýsing frá Kvenfélagi Kjósarhrepps
26.09.2008
Deila frétt:
Nú er vetrarstarf Kvenfélags Kjósarhrepps að hefjast og hvetjum við allar félagskonur og aðrar þær konur sem áhuga hafa að taka þátt í okkar skemmtilega starfi, að mæta á næsta fund.
Nýjar og áhugasamar konur sem ætla að kíkja á 1.fundinn okkar eru beðnar um að hafa samband við formanninn í síma 566 70 35 (Dóra)
Konur mæta hver með sitt viðfangsefni. Ef þáttaka er góð gefst grundvöllur fyrir því að fá námskeiðshaldara uppeftir.