Fara í efni

Sveitarstjórn auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til samfélagsverkefna í Kjósinni

Deila frétt:
Samfélagsstyrkur
Samfélagsstyrkur

Kjósarhreppur auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til samfélagsverkefna.

Allir einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir geta sótt um styrki vegna sérstakra viðburða eða verkefna í sveitarfélaginu, m.a vegna hátíða, hreinsunarátaka, nágrannavörslu, hvatningaverðlauna o.fl. Ekki er gert ráð fyrir að styrkir standi undir rekstrarkostnaði.

Leitast skal við að veita styrki til verkefna sem falla að hlutverki sveitarfélagsins eða teljast á annan hátt vera í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun.

Markmið styrksins er að styrkja og styðja einstaklinga, frjáls félagasamtök, stofnanir og hópa. Styrkjunum er ætlað að stuðla að frumkvæði og samheldni í samfélagsverkefnum og virkja þann samfélagsauð sem sveitafélagið býr yfir.

Verkefni/atburðir skulu eiga sér stað á almanaksárinu sem styrkveiting fer fram. 

Skilafrestur umsókna er til og með 28. september 2025.


Umsóknarform Úthlutunarreglur