Áyrðngar og uppbygging
04.05.2007
Deila frétt:
Guðný G. Ívarsdóttir hreppsnefndarmaður í Flekkudal lýsti óánægju sinni á fundi hreppsnefndar 3. maí sl. með að ekki lægi fyrir staða sveitarsjóðs Kjósarhrepps né hreyfingar sveitarsjóðs frá sl. áramótum og lét bóka fyrirspurn þess efnis. Telur hún það miður að bókhaldsvinna á vegum hreppsins hafi versnað frá fyrra ári.
Á sama fundi var samþykkt deiliskipulag fyrir 4 íbúðarhús í landi Morastaða. Skipulagið felur í sér að heimilt er að byggja fyrrgreind fjögur íbúðarhús ásamt útihúsi við hvert hús að hámarki 220m2. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir hefjist strax á þessu ári, enda hafa lóðirnar þegar verið auglýstar til sölu.