Bæklingurinn fyrir „Kátt í Kjós“ 2009
Bæklingurinn fyrir „Kátt í Kjós“ 2009 er tilbúinn til prentunar og er hægt að skoða hann HÉR. Hann á að verða tilbúinn til dreifingar um helgina. Mjög mikil eftirspurn er eftir borðum á markaðinum í Félagsgarði. Nýtt á Kátt í Kjós er að Ásgarður verður opinn, þar sem verður mjög áhugavert að koma, sérstaklega fyrir þá sem vilja rifja upp gamla tíma í rólegu umhverfi.
Á Laxárnestúninu neðan Félagsgarð fer fram Íslandsmeistaramót Poulsen í heyrúlluskreytingum í fyrsta skipti á Íslandi. Gefst áhugasömum að taka þátt í keppni um að skreyta plastaðar heyrúllur með frjálsri aðferð. Þó má ekki gata rúllurnar. Verslunin Poulsen leggur til málingu á spreybrúsum en verslunin er með fjölbreytt úrval af landbúnaðarvörum og er uppáhaldsverslun hvers bónda.
Allt um Kátt í Kjós í bæklingnum sem þú getur nálgast HÉR