Fara í efni

Bændaferð og aðalfundur Mjólkursamlags Kjalarnesþings

Deila frétt:

Nautgriparæktarfélag Búnaðarfélags Hvalfjarðar og M.K. stendur fyrir ferð á suðurlandið föstudaginn 14. mars.  Lagt verður af stað kl 10.00 frá Laxá og frá Esjuskála kl.10.30. Byrjað á því að fara að Stóra-Ármóti og þar mun Grétar Hrafn tilraunastjóri kynna fyrir okkur starfsemina.  Léttar veitingar verða í boði Jötunvéla í hádeginu á Stóra-Ármóti.

 

Síðan verður farið að Birtingaholti og að því loknu verður farið til Jötunvéla og þar fáum við kynningu á starfsemi þeirra og léttar veitingar.  Heimkoma er áætluð um 18.00.

 

Allir velkomnir

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til:

Jóhönnu í Káraneskoti í síma 566-7029 eða 864-7029

fyrir miðvikudag.

 

Framhald...