Barist fyrir veik hross, bók til sölu
29.08.2025
Deila frétt:
Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir, bóndi á Kúludals á í Hvalfjarðarsveit, hefur gefið út bók um baráttu sína við yfirvöld og stórfyrirtækið Norðurál. Á jörð höfundar, sem er í nálægð við álverið á Grundartanga, hafa mælst fjórföld flúorgildi í beinum hrossa miða við hross á ómenguðum svæðum. Í bókinni er rakin saga baráttu Ragnheiðar í kjölfar mengunarslyss sem varð árið 2006.
Þeir sem vilja eignast bókina geta keypt hana á skrifstofu Kjósarhrepps, verð bókarinnar er 4.500 kr.