Bifreið varð eldi að bráð
19.01.2010
Deila frétt:
Orri Snorrason á Morastöðum varð fyrir því óláni þegar hann ætlaði að bregða sé bæjarleið sl. mánudag að bifreið hans brann til kaldra kola. Að sögn Orra var hann að leggja leið sína að næsta bæ á hádegi. Eftir að hann hafði ræst bifreiðina og ekið á stað fann hann nokkra hitalykt og hafi þá stöðvað bifreiðina og hafi þá þegar orðið sprenging í vélarrými bílsins og eldur blossað upp. Átti hann snarhuga og fótum sínu fjör að launa að komast óskaðaður úr eldhafinu. Því næst hringdi hann á neyðarlínuna og sótti sér slökkvitæki heim á bæ. Tilraun til slökkvistarfs bar ekki árangur. Þegar slökkvilið kom á staðinn,innan skamms tíma var allt brunnið sem brunnið gat.