Björgunarsveitin Kjölur veitir mikilvæga neyðarþjónustu
21.12.2007
Deila frétt:
Aðsent efni.
Björgunarsveitin Kjölur, Kjalarnesi þakkar hreppsnefnd Kjósarhrepps fyrir veittan styrk til sveitarinnar í desember. Styrkurinn ásamt framlögum frá Speli ehf, Kvenfélagi Kjósarhrepps og viðbót úr sjóði sveitarinnar, nægði til kaupa á fimm fyrstu hjálpar töskum, vesti fyrir stjórnanda, ásamt hjartastuðtæki. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins lagði til tösku fyrir hjartastuðtækið og allan einnota búnað í töskurnar. Töskurnar eru staðsettar hjá “hlaupurum”, sem við útkall geta farið beint á staðinn og hafið meðferð uns frekari aðstoð berst. Með þessu móti er viðbragðstími styttur verulega á svæðinu. Í bílnum er nú þegar allur annar fyrstuhjálparbúnaður og annað hjartastuðtæki.
