Björgvin á Fossá eftir Baltasar Samper
Björgvin Guðbrandsson var fæddur 1906 í Hækingsdal í Kjós, d. 1988, foreldrar hans voru Guðbrandur Einarsson bóndi þar og kona hans Guðfinna Þorvarðardóttir, sem bjuggu þar lengst af sínum búskap. Foreldrar hans voru bæði fædd og uppalin í Kjósinni, faðir hans var frá Vindási en móðir hans frá Hækingsdal. Vorið 1939 tók hann jörðina Fossá í Kjós á leigu ásamt bróður sínum Helga og hófu þeir búskap þar þá um vorið. Nokkru seinna eignuðustu þeir jörðina. Án efa er Björgvin einn eftirminnugasti Kjósverjinn sem uppi var á 20. öldinni. Þótti hann vera með afbrigðum fjárglöggur og hirðir hin besti. Þeir sem nú lifa og muna Björgvin, minnast hans sennilega best úr Kjósarrétt við fjárrag og orðaskiptum hans við þá Hjört á Eyri, Guðmund á Möðruvöllum og ekki síst við bróðir sinn Hannes í Hækingsdal, sem gegndi stöðu réttarstjóra. Voru þau orðaskipti glannaleg á köflum, enda hætti mönnum til að vökna innanbrjósts á hátíðisdegi sem réttardagurinn var og tungan því laus í tannlausum gómnum.

Björgvin í fjárréttum
Listmálarinn Baltasar Samper gerði málverk af Björgvin, sem gerir minningu hans ódauðlega. Runólfur Elentínusson bróðursonur Björgvins eignaðist verkið á sýningu fyrir margt löngu. Hann hefur nú gefið bróðursyni sínum, nafna Björgvins verkið. En Sigurberg, faðir Björgvins yngri, var eins konar uppeldissonur Björgvins á Fossá.
SH