Boðað er til fundar með sauðfjárbændum í Kjósarhreppi
10.07.2023
Deila frétt:
Sauðfjárbændum í Kjósarhreppi er boðið til fundar í Ásgarði miðvikudaginn 12. Júlí nk. kl. 20:00. Efni fundarins er að fara yfir þá stöðu sem komin er upp eftir að umboðsmaður Alþingis skilaði áliti sínu 11. október sl. og dómsmálaráðuneytið úrskurðaði 11. janúar sl. varðandi beiðni landeigenda til lögreglustjórans á Vesturlandi um smölun ágangsfjár. Fundarefni: möguleg stofnun Fjallskilanefndar og aðrar úrbætur ásamt almennum umræðum um málefnið.