Fara í efni

Bókasafnið í Ásgarði-6

Deila frétt:

Fyrsta bókasafnskvöld/frístundakvöld vetrarins verður haldið miðvikudags-kvöldið 7. október næstkomandi.  Eins og venja er til verður opið fyrir viðburðinn í Ásgarði frá kl 20-22.

 

Kjósarhreppur auglýsti nú í september síðastliðinn eftir starfsmanni á safnið og aðeins ein formleg umsókn barst frá Svanborgu Magnúsdóttur í Miðdal og er hún boðin velkomin til starfa.

 

Á fyrsta kvöldinu verður fundur um málefni UMF Drengs þar sem rætt verður m. a. um hugsanlegt nýtt upphaf félagsins eða endalok þess. Þeir, sem hafa áhuga á málefninu og eru tilbúnir að endurvekja félagið eða starfa í stjórn þess, eru hvattir til að mæta.  Fundurinn hefst kl 20:30.

 

Fyrirhugað er að þessi opnu bókasafns- og frístundakvöld verði haldin á tveggja vikna fresti og reynt verður að hafa einhverjar áhugaverðar uppákomur í  hvert sinn.   Bókasafns- og frístundakvöldin verða síðan auglýst frekar á heimsíðu og fésbókarsíðu sveitarfélagsins.