Fara í efni

Bókasafnið opnað eftir flutning

Deila frétt:

Bókasafn Kjósarhrepps var opnað á nýjum stað í Ásgarði 10. mars. Nokkuð hefur verið grisjað úr safninu af fagfólki. Til stendur að bjóða sveitungum úrtíninginn til kaups á vægu verði við hentugt tækifæri. Í tilefni af opnuninni var boðið uppá kaffi og heitar vöfflur. Margir sveitungar þáðu boðið og var góður andi meðals fólksins

Verkefni sem er að fara á stað sem heitir „Vistvernd í verki“ var kynnt og var góð skráning í það.