Bókasafns- og bíókvöld í Ásgarði á miðvikudaginn
20.10.2015
Deila frétt:
Nýjustu bækurnar bíða glóðvolgar á bókasafninu kl. 20 á miðvikudagskvöldið.
Svana bókaormur var að koma með þær í hús.
Þegar búið er að næla sér í bók er tilvalið að teygja sig eftir poppinu og njóta þess að fara í bíó á sama stað.
Fjórir prestar og ein jarðarför.
Nýi presturinn okkar sr. Árni Svanur ætlar að kynna okkur fyrir nokkrum eftirminnilegum prestum af hvíta tjaldinu.
Sýnd verða fyndin og grafalvarleg dæmi úr nýlegum kvikmyndum.
Hvað er eiginlega málið með presta og regnhlífar ?
Þessu verður kannski svarað.
Bækur, Popp og kók ásamt góðu samtali fyrir unga sem aldna.
P.S. Munið eftir líkamsræktinni í kvöld (þriðjudagskvöld) kl. 20-21, í Félagsgarði
![]() |
![]() |
![]() |



